Erindi dagsett 2. maí 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Kistu byggingarfélags ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 13 við Naustagötu.
Sótt er um eftirfarandi breytingar:
- Hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,200 í 0,594.
- Aukningu á leyfilegu byggingarmagni úr 975 m² í 2900 m².
- Tilfærslu og stækkun á byggingarreit til vesturs.
- Leyfi fyrir hálfniðurgrafinni hæð undir bygginguna.
- Lækkun bílastæðakröfu úr 45-65 bílastæðum í 38 stæði.
Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeim skilyrðum að gert verði ráð fyrir trjágróðri á lóðarmörkum til austurs.