Stuðningsþjónusta

Málsnúmer 2023040737

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1367. fundur - 26.04.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 26. apríl 2023 um þá stöðu sem stuðningsþjónustan er í varðandi þjónustuna á komandi sumri.

Arnþrúður Eik Helgaóttir iðjuþjálfi sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er komin upp varðandi mönnunarvanda stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar og sér fram á skerðingu á þjónustu í sumar vegna þess að Kristnes lokar og tvær deildir Heilsuverndar standa nú tómar þar sem nauðsynlegar endurbætur eru ekki hafnar. Velferðarráð skorar því á Heilbrigðisráðuneytið að bregðast við hið fyrsta.

Öldungaráð - 31. fundur - 11.10.2023

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði og Bergdís Bjarkadóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu kynntu stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar Bergdísi og Karólínu fyrir kynninguna.

Öldungaráð - 37. fundur - 17.04.2024

Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi EBAK í öldungaráði ræddi um stuðningsþjónustu við eldri borgara.

Öldungaráð - 41. fundur - 13.11.2024

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu fór yfir stöðu mála hjá stuðningsþjónustunni.
Öldungaráð þakkar góða kynningu.