Skipulagsráðgjafar - skilyrði um hæfi

Málsnúmer 2023040075

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 400. fundur - 12.04.2023

í 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kveðið á um skilyrði sem aðilar þurfa að uppfylla til að vera heimilt að sinna gerð skipulagsáætlana. Skipulagsstofnun heldur úti lista yfir þá aðila sem uppfylla slík skilyrði.

Er það stefna Akureyrarbæjar að frá og með 1. júní 2023 verði einungis tekið á móti skipulagsáætlunum sem unnar eru af aðilum sem eru á umræddum lista.
Skipulagsráð samþykkir að setja þau skilyrði að þeir aðilar sem skila inn skipulagsáætlunum til Akureyrarbæjar séu á lista Skipulagsstofnunar yfir aðila sem hafa réttindi til skipulagsgerðar.