Gata sólarinnar - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023031503

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 400. fundur - 12.04.2023

Erindi dagsett 28. mars 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Fjölnis ehf. sækir um lóð vestan við Götu sólarinnar til byggingar orlofshúsa. Fyrirhugaður fjöldi húsa yrði 25-30.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem um framtíðarbyggingarland er að ræða og svæðið því ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl: