Hrísmói 1-9 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030246

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 400. fundur - 12.04.2023

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl.

Hæstbjóðandi í lóð nr. 1-9 við Hrísmóa var Sigurgeir Svavarsson ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur hann skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 1-9 við Hrísmóa til Sigurgeirs Svavarssonar ehf.

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. og var lóð nr. 1-9 við Hrísmóa úthlutað til hæstbjóðanda á fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl.

Lóðinni hefur verið skilað til Akureyrarbæjar og telst nú hæstbjóðandi í lóðina vera Katla ehf.

Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 1-9 við Hrísmóa til Kötlu ehf.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.