Erindi dagsett 17. febrúar 2023 þar sem Halldór Jónsson f.h. Hálanda ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir 3. áfanga frístundasvæðis í Hálöndum. Fyrirhuguð er ný vegtenging milli Hörpulands og Hlíðarfjallsvegar og að tenging Hörpulands við Hyrnuland falli út. Samhliða er óskað eftir að hámarkshraði á Hlíðarfjallsvegi upp fyrir Hálönd verði lækkaður í 50 km/klst. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur og greinargerð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju umsagnir Vegagerðarinnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.