Knattspyrnufélag Akureyrar - Öldungur 2023 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2023011078

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 24. fundur - 30.01.2023

Erindi frá Ástu Heiðrúnu Jónsdóttur f.h. Blakdeildar KA dagsett 19. janúar 2023 þar sem óskað er eftir aðgengi að íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar endurgjaldslaust eða fyrir lágmarkskostnað til að halda Öldungablakmótið 2023 á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 28. fundur - 27.03.2023

Erindi dagsett 21. mars 2023 frá Blakdeild KA þar sem er óskað eftir styrk vegna flutnings og uppsetningar blakvalla í Boganum fyrir Öldungablakmót í Boganum 28.-30. apríl næstkomandi.


Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.250.000.