Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2022111611

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 21. fundur - 05.12.2022

Starfsfólki Glerárskóla stendur til boða að fara í námsferð í vor. Farið verður frá Akureyri þann 27. apríl. Glerárskóli óskar eftir breytingu á skóladagatalinu þannig að skipulagsdagur sem settur er föstudaginn 19. maí 2023 verði færður á föstudaginn 28. apríl.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið.