Akureyrarvaka - umsókn um viðburð í bænum / lokun á götum

Málsnúmer 2022080532

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Erindi dagsett 15. ágúst 2022 þar sem Almar Alfreðsson f.h. atvinnu-, markaðs- og menningarteymis Akureyrarbæjar sækir um leyfi fyrir viðburðum á Akureyrarvöku 2022 dagana 26.- 28. ágúst nk.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir leyfi fyrir viðburðum sem taldir eru upp í gögnum umsækjanda og gerir ekki athugasemd við áætlaða lokun gatna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.