Rauðamýri 5 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022061151

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Erindi dagsett 22. júní 2022 þar sem Tryggvi Sveinsson óskar eftir leyfi til að færa byggingarreit fyrir bílskýli að vesturmörkum lóðar í stað austurmarka eins og er á gildandi deiliskipulagi.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð heimilar umsækjanda að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Rauðumýri 7 og Þingvallastræti 30 og 32 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.