Goðanes 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022060989

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Erindi dagsett 20. júní 2022 þar sem P3 fasteignir ehf. sækir um lóð nr. 3 við Goðanes með fyrirvara um að ekki þurfi að greiða gatnagerðargjöld fyrr en framkvæmdir hefjist. Félagið hefur hug á að hefja framkvæmdir á lóð Goðaness 1 og æskilegt væri að sprengja klöpp sem nær yfir báðar lóðirnar á sama tíma. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð hafnar úthlutun lóðar nema að gatnagerðargjöld verði greidd til samræmis við fyrirliggjandi reglur. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.