Samkvæmt samþykkt fræðslu- og lýðheilsuráðs skal valnefnd gera tillögu til fræðslu- og lýðheilsuráðs um fjölda tilnefninga ár hvert. Tilnefnt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki nemenda og hins vegar í flokknum skólar/starfsfólk/verkefni. Alls bárust 18 tilnefningar vegna nemenda og 30 tilnefningar bárust vegna skólar/starfsfólk/verkefni.
Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Í flokki nemenda níu viðurkenningar.
Í flokki starfsfólks fimmtán viðurkenningar, þar af ellefu til starfsfólks og fjórar fyrir verkefni.
Fræðslu- og lýðheilsuráð staðfestir tillöguna.