Lögð fram umsókn Jónasar Valdimarssonar dagsett 1. apríl 2022 fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar um framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi:
- endurgerð Tryggvabrautar frá gatnamótum við Glerárgötu/Hörgárbraut að Hvannavöllum
- gerð stofnstígs fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur meðfram Tryggvabraut á sama svæði
- gerð hringtorgs á gatnamótum Hvannavalla og Tryggvabrautar
- endurgerð nyrðri hluta Hvannavalla
- endurgerð veitna á öllu framkvæmdasvæðinu
- endurnýjun götulýsingar og stjórnun umferðarljósa.
Meðfylgjandi eru uppdrættir sem fylgdu útboðsgögnum.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.