Tryggvabraut - Hvannavellir - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2022041859

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Lögð fram umsókn Jónasar Valdimarssonar dagsett 1. apríl 2022 fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar um framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi:

- endurgerð Tryggvabrautar frá gatnamótum við Glerárgötu/Hörgárbraut að Hvannavöllum

- gerð stofnstígs fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur meðfram Tryggvabraut á sama svæði

- gerð hringtorgs á gatnamótum Hvannavalla og Tryggvabrautar

- endurgerð nyrðri hluta Hvannavalla

- endurgerð veitna á öllu framkvæmdasvæðinu

- endurnýjun götulýsingar og stjórnun umferðarljósa.


Meðfylgjandi eru uppdrættir sem fylgdu útboðsgögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.