Útboð - Snjótroðarar í Hlíðarfjalli 2022-2023

Málsnúmer 2022031349

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 121. fundur - 21.06.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 14. júní 2022 varðandi opnun tilboða í 2 snjótroðara.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti kaup á tveimur uppteknum snjótroðurum af tegund Pisten Bully samkvæmt lægsta tilboði frá Arctic Trucks fyrir hönd Pisen Bully. Kostnaður að meðtöldum aukabúnaði er kr. 118.733.761. Greiða þarf um 18 milljónir króna á árinu 2022 en afganginn 2023 þ.e. um 101 milljón króna. Eftirstöðvar fjárveitinga til búnaðarkaupa á árinu 2022 eru um 16 milljónir króna en á árinu 2023 voru áætlaðar 55 milljónir króna. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir að bæta við um 8 milljónum króna á árinu 2022 og um 52 milljónir króna á árinu 2023.


Niðurstöður opnunar eftir yfirferð þar sem auka olíutankur á spil snjótroðara er bætt við:

Artic Trucks - Pisten Bully kr. 110.273.076

Rafstilling - Prinoth kr. 135.093.865

Rafstilling - Prinoth kr. 147.409.222


Niðurstaða opnunar eftir yfirferð að viðbættum snjódýptarmæli á spil snjótroðara:

Artic Trucks - Pisten Bully kr. 118.733.761

Rafstilling - Prinoth kr. 141.156.810

Rafstilling - Prinoth kr. 153.472.167

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Liður 6. í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 14. júní 2022 varðandi opnun tilboða í 2 snjótroðara.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti kaup á tveimur uppteknum snjótroðurum af tegund Pisten Bully samkvæmt lægsta tilboði frá Arctic Trucks fyrir hönd Pisen Bully. Kostnaður að meðtöldum aukabúnaði er kr. 118.733.761. Greiða þarf um 18 milljónir króna á árinu 2022 en afganginn 2023 þ.e. um 101 milljón króna. Eftirstöðvar fjárveitinga til búnaðarkaupa á árinu 2022 eru um 16 milljónir króna en á árinu 2023 voru áætlaðar 55 milljónir króna. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir að bæta við um 8 milljónum króna á árinu 2022 og um 52 milljónir króna á árinu 2023.


Niðurstöður opnunar eftir yfirferð þar sem auka olíutankur á spil snjótroðara er bætt við:

Artic Trucks - Pisten Bully kr. 110.273.076

Rafstilling - Prinoth kr. 135.093.865

Rafstilling - Prinoth kr. 147.409.222


Niðurstaða opnunar eftir yfirferð að viðbættum snjódýptarmæli á spil snjótroðara:

Artic Trucks - Pisten Bully kr. 118.733.761

Rafstilling - Prinoth kr. 141.156.810

Rafstilling - Prinoth kr. 153.472.167


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar.