Málfríður Þórðardóttir F-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Erindi frá Óskari Þór Þorleifssyni fyrir hönd stjórnar "Römpum upp Ísland" var tekið fyrir á bæjarráðsfundi 7. apríl sl. og var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um verkefnið. Óskað er eftir því að fá upplýsingar um það hvort Akureyrarbær muni taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og hvort nú þegar einhverjir rampar hafi verið teknir í notkun og vígðir á Akureyri. Flokkur fólksins telur það mikilvægt að Akureyrarbær sé sýnilegur og fyrirmynd fyrir önnur bæjarfélög þegar kemur að því að bæta aðgengi fatlaðra að allri þjónustu í bænum.