Erindi dagsett 24. mars 2022 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2022. Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila ber á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Vakin er athygli á því að í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Umsóknarfrestur er til aprílloka.