Íþróttafélagið Þór - dúkur á aðalvöll

Málsnúmer 2021111571

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 104. fundur - 16.12.2021

Erindi ódagsett frá framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á dúk yfir aðal knattspyrnuvöll félagsins.


Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 112. fundur - 21.01.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2022 varðandi erindi frá Íþróttafélaginu Þór, áframsent og samþykkt af frístundaráði, varðandi kaup á dúk á aðalvöll félagsins sem ætlað er að lengja það tímabil sem völlurinn er nothæfur til knattspyrnuiðkunar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir erindið og það verði fjármagnað af búnaðarsjóði UMSA vegna ársins 2022.