Stofnana- og athafnasvæði við Súluveg - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021111548

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir athafna- og stofnanalóðir við Súluveg.

Breytingin felst í því að athafnasvæði sem merkt er AT13 á aðalskipulagsuppdrætti stækkar um 0,2 ha til austurs. Um leið minnkar svæði SL7; græni trefillinn, samsvarandi.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Þórhallur Jónsson D-lista og Grétar Ásgeirsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir athafna- og stofnanalóðir við Súluveg.

Breytingin felst í því að athafnasvæði sem merkt er AT13 á aðalskipulagsuppdrætti stækkar um 0,2 ha til austurs. Um leið minnkar svæði SL7; græni trefillinn, samsvarandi.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Þórhallur Jónsson D-lista og Grétar Ásgeirsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi.


Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir greiða atkvæði gegn afgreiðslunni og leggja fram eftirfarandi bókun:

Við teljum óæskilegt og ekki í samræmi við þá framtíðarsýn sem við teljum heppilega við inngang að náttúruperlunni á Glerárdal að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi á svæðinu. Þá teljum við óæskilegt að þrengja að og minnka Græna trefilinn, þ.e.a.s. gróðurrík svæði sem ætlað er að nái umhverfis byggðina á Akureyri.