Lögð fram minnisblöð dagsett 22. og 23. september 2021 varðandi breytingar á vinnuslóðum vegna lagningar jarðstrengs Landsnets frá Akureyrarflugvelli að Rangárvöllum. Þar er lagt til að slóða fyrir ofan Breiðholt og meðfram heimreið að Hömrum verði beytt í reiðleið og vinnuslóða frá Kjarnavegi við Hamra niður að Kjarnalundi verði breytt í útivistarstíg.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og sorpdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Áætlaður kostnaður við stígagerð og frágang vegna framkvæmda við reiðstíg er kr. 50.000.000 og er vísað til fjárhagsáætlunar 2022.
Áætlaður kostnaður við stígagerð og frágang á útivistarstíg er kr. 9.000.000 og rúmast innan áætlunar vegna stíga 2021.