Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar

Málsnúmer 2021090143

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3497. fundur - 07.09.2021

Rætt um nýútkomna skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Útdrátt úr skýrslunni er meðal annars að finna á vef Veðurstofu Íslands: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/afdrattarlaus-skyrsla-sameinudu-thjodanna-um-loftslagsbreytingar

Málshefjandi var Sóley Björk Stefánsdóttir.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Heimir Haraldsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Akureyri hefur verið framarlega í flokki varðandi umhverfis- og loftslagsmál svo sem með flokkun á sorpi, vinnslu á metani, lífdísil og moltu og með kaupum á hreinorku-bílum og fleira. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar gerir sér þó grein fyrir að áríðandi er að grípa til enn frekari aðgerða vegna loftslagsbreytinga og einsetur sér að taka málin föstum tökum. Samþykkt verður ný aðgerðabundin loftslagsstefna fyrir árslok sem fylgt verður fast eftir á komandi mánuðum og árum.