Mánahlíð 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2021090072

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 838. fundur - 03.11.2021

Erindi dagsett 1. september 2021 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Hreiðars Þórs Valtýssonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 12 við Mánahlíð. Bílgeymslan er á upprunalegum teikningum af húsinu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Skipulagsráð tók jákvætt í erindið á fundi 11. ágúst 2021 og samþykkti að grenndarkynna erindið. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.