11 kV jarðstrengur RARIK frá Rangárvöllum að Hömrum - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021050248

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 358. fundur - 12.05.2021

Lögð fram umsókn Sigurjóns Jóhannessonar dagsett 5. maí 2021, f.h. RARIK ohf, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 3.700 m 11 kV jarðstrengs frá Rangárvöllum að Hömrum. Verður strengurinn lagður innan framkvæmdasvæðis Hólasandslínu 3. Verður eldri loftlína rifin í kjölfarið.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir jarðstreng með eftirfarandi fyrirvörum:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Einnig þurfa framkvæmdir að vera í fullu samráði við Landsnet.