Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál

Málsnúmer 2021011848

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3716. fundur - 11.02.2021

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. janúar 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0470.html
Bæjarráð telur að veita eigi sveitarstjórnum heimild til þess að taka sjálfstæða ákvörðun um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að senda umsögn um málið.