Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál

Málsnúmer 2020110952

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3709. fundur - 10.12.2020

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. nóvember 2020 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0362.html
Bæjarráð Akureyrarbæjar telur óásættanlegt að leggja fram jafn loðið og óljóst frumvarp og raun ber vitni. Gríðarlegir hagsmunir eru undir í því að skapa öflugt stuðningskerfi við nýsköpun á landsbyggðunum. Bæjarráð skorar því eindregið á ráðherra að setja fram skýr mælanleg markmið, árangursmælikvarða, ábyrgðaraðila og fjármögnun. Auk þess er nauðsynlegt að útfæra með hvaða hætti ná skal því markmiði á landsbyggðunum að efla nýsköpun með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila. Þá telur bæjarráð eðlilegt að í stjórn Tækniseturs í Vatnsmýrinni sé að minnsta kosti einn stjórnarmaður búsettur utan höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem unnið verði að útfærslu á því með hvaða hætti jafna eigi möguleika fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðunum til þess að nýta aðstöðu og sérhæfðan tækjabúnað í Vatnsmýrinni.