Stígur austan við Skautahöll - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020110166

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Lögð fram umsókn frá Akureyrarbæ um framkvæmdaleyfi fyrir stíg sem er 4,5 m að breidd frá Miðhúsabraut og að stíg við Krókeyri, meðfram lóð Skautahallarinnar. Er lega stígsins í samræmi við legu hans í deiliskipulagi en samkvæmt umsókninni er hann breiðari þar sem gert er ráð fyrir aðgreindri umferð gangandi og hjólandi.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins. Að mati ráðsins er breikkun stígsins það óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ekki er talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins: Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.