Rangárvellir 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100642

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 788. fundur - 29.10.2020

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsa 1 og 4 á lóð nr. 2 við Rangárvelli ásamt að byggja anddyri og hjólageymslu við hús 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um umbeðnar viðbyggingar.

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á húsi nr. 2 við Rangárvelli. Fyrirhugað er að útbúa nýtt anddyri og hjólaskýli.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Akureyrarbæjar. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku hennar þegar deiliskipulagsuppdráttur berst frá umsækjanda.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 790. fundur - 12.11.2020

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsa 1 og 4 á lóð nr. 2 við Rangárvelli ásamt að byggja anddyri og hjólageymslu við hús 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Skipulagsráð heimilaði deiliskipulagsbreytingu á fundi þann 11. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu þar til deiliskipulagsbreytingin hefur tekið gildi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 795. fundur - 21.12.2020

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsa 1 og 4 á lóð nr. 2 við Rangárvelli ásamt að byggja anddyri og hjólageymslu við hús 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 796. fundur - 07.01.2021

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsa 1 og 4 á lóð nr. 2 við Rangárvelli ásamt að byggja anddyri og hjólageymslu við hús 1.

Innkomnar nýjar teikningar 6. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.