Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 7. október 2020:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi kynnti minnisblað sitt dagsett 7. október 2020.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.