Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Í breytingunni felst að frá 1. janúar til 31. desember 2021 gildir ákvæði um tengingu við launavísitölu ekki. Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna lækka um 5% 1. janúar 2021 og taka ekki öðrum breytingum til loka árs 2021.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.