Barnamenningarsjóður Íslands

Málsnúmer 2020060313

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 300. fundur - 11.06.2020

Kynnt úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands 2020 en tvö verkefni á Akureyri fengu styrki.


Listasafnið á Akureyri fékk styrk að upphæð 1 m.kr. til verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna sem unnið er í samstarfi Akureyrarstofu, Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Ninnu Þórarinsdóttur og Sigríðar Ellu Frímannsdóttur.


Þá fékk verkefnið Úti er ævintýri - læsishvetjandi ratleikur styrk að upphæð 1,8 m.kr.. Íris Hrönn Kristinsdóttir leiðir verkefnið í samstarfi við Bókasafn Háskólans á Akureyri, Miðstöð skólaþróunar við

Háskólann á Akureyri, Amtsbókasafnið á Akureyri, Barnabókasetur, fræðslusvið Akureyrarbæjar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Vinnuskóla Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar eflingu barnamenningar á Íslandi og þeim styrkjum sem umrædd verkefni fengu.