Melgerðisás, Glerárskóli - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stíg

Málsnúmer 2020040608

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Erindi dagsett 28. apríl 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stíg frá Melgerðisás að Glerárskóla. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 7. maí 2020 um framkvæmdina. Víkur stígurinn aðeins frá legu sem sýnd er í gildandi deiliskipulagi sem nær til svæðisins.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við stíg frá Melgerðisás að lóð Glerárskóla og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis. Að mati ráðsins er breyting á legu stígsins það óveruleg að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er sett eftirfarandi skilyrði fyrir framkvæmdinni:

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

- Hafa þarf samráð við minjavörð Norðurlands þegar farið er í framvæmdir sbr. umsögn Minjastofnunar dagsetta 7. maí 2020.