Notkun tjaldvagna og sambærilegs búnaðar utan skipulagðra tjaldsvæða

Málsnúmer 2020020518

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 18. febrúar 2020 frá Sigríði Örnu Arnþórsdóttur, Sveinbirni Halldórssyni, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni og Boreal ehf. varðandi breytingar á 22. gr. náttúruverndarlaga þar sem kveðið er á um leyfi ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Lagt fram að nýju erindi dagsett 18. febrúar 2020 frá Sigríði Örnu Arnþórsdóttur, Sveinbirni Halldórssyni, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni og Boreal ehf. varðandi breytingar á 22. gr. náttúruverndarlaga þar sem kveðið er á um leyfi ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.
Skipulagsráð bendir á eftirfarandi ákvæði í 10. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyri.


"Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri innan lögsagnarumdæmis Akureyrarbæjar, utan sérmerktra svæða."


Að mati skipulagsráðs er ekki talin ástæða til að hvetja til breytingar á ákvæði 22. gr. náttúruverndarlaga.