Grænbók um fjárveitingar til háskóla

Málsnúmer 2020010348

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3668. fundur - 23.01.2020

Grænbók um fjárveitingar til háskóla er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í grænbókinni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu.

Umsögn þarf að berast fyrir 8. febrúar nk. Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2594

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eyjólfi fyrir heimsóknina og gagnlegar umræður. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna grænbókarinnar.

Bæjarstjórn - 3468. fundur - 18.02.2020

Rætt um Grænbók um fjárveitingar til háskóla. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 23. janúar 2020 og sendi bæjarstjóri inn umsögn Akureyrarbæjar þann 7. febrúar 2020:

Grænbók um fjárveitingar til háskóla er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í grænbókinni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu.

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Eyjólfi fyrir heimsóknina og gagnlegar umræður. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna grænbókarinnar.

Hilda Jana Gísladóttir fór yfir málið.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að tekið verði tillit til byggðasjónarmiða þegar háskólaumhverfi Íslands er til skoðunar, þá ekki síst hvort ástæða sé til að taka stefnumarkandi ákvörðun um að minnka bil menntunarstigs íbúa eftir landsvæðum. Fullyrða má að stofnun Háskólans á Akureyri hafi verið ein besta byggðaaðgerð sem farið hefur verið í. Mikilvægt er að hlúa vel að stofnuninni og að hún sé fjármögnuð þannig að hún nái að sinna hlutverki sínu.