Rætt um Grænbók um fjárveitingar til háskóla. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 23. janúar 2020 og sendi bæjarstjóri inn umsögn Akureyrarbæjar þann 7. febrúar 2020:
Grænbók um fjárveitingar til háskóla er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í grænbókinni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu.
Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eyjólfi fyrir heimsóknina og gagnlegar umræður. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna grænbókarinnar.
Hilda Jana Gísladóttir fór yfir málið.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Andri Teitsson.