Umferðarstýring við Strandgötu

Málsnúmer 2020010165

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, óskar eftir að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og að sú takmörkun muni gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2020 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skipanna.


Þá er þess einnig óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólarhringinn frá 1. maí til 25. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur felur skipulagssviði að auglýsa ákvörðun um tímabundið bann við akstri austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og jafnframt að senda beiðni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra með ósk um að auglýsa tímabundið bann við lagningu ökutækja í Lögbirtingablaði.