Erindi dagsett 18. desember 2019 þar sem Ragnheiður Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu kynnir viljayfirlýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli sem hliði inn til landsins í þágu svæðisins og íslenskrar ferðaþjónustu.
Samkvæmt yfirlýsingunni er aðgerðahópi meðal annars falið að gera tillögur að endurbótum á flugstöðinni. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytanna tveggja, Akureyrarbæjar, Eyþings, ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Isavia. Nánari lýsing á verkefnum hópsins er í hjálagðri viljayfirlýsingu.
Óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í aðgerðahópinn. Þar sem hópurinn á að ljúka störfum fyrir 31. mars 2020 þarf tilnefningin að berast sem allra fyrst.