Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 27. maí 2021:
Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál lagður fram til kynningar.
Svigrúm til verkefna menningarsamnings eykst um 25 m.kr. á milli ára.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að 2,3 m.kr. fari árlega til Listasafnsins til skráningar listaverka í gagnagrunn. Áætlað er að 22,7 m.kr. fari til annarra verkefna samningsins.
Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð 15 m.kr.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.