Golfklúbbur Akureyrar - viðbygging við félagsheimili GA

Málsnúmer 2019110272

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 67. fundur - 20.11.2019

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 frá Steindóri Kr. Ragnarssyni framkvæmdastjóra GA þar sem kynnt er tækifæri til lausna á húsnæðisvanda annarra aðildarfélaga ÍBA samhliða hugmyndum um inniaðstöðu félagsins að Jaðri.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vísar erindinu til bæjarstjórnar og það verði tekið til umræðu samhliða skýrslu um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.



Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA lagði fram eftirfarandi bókun:

Á fundi frístundaráðs þann 23. október sl. var tekið fyrir erindi frá ÍBA dagsett 19. október 2019 varðandi aðstöðumál KFA og bogfimideildar Akurs. Í bókun ráðsins kemur fram að deildarstjóra íþróttamála og framkvæmdastjóra ÍBA var falið að kalla eftir frekari upplýsingum frá félögunum og koma með tillögu að lausn.



ÍBA hefur nú átt samtöl við KFA og Akur en einnig við Golfklúbb Akureyrar (GA) vegna þeirrar hugmyndar að KFA og bogfimideild Akurs flytji starfsemi sína í kjallara Íþróttahallarinnar þar sem GA rekur vetrarstarfsemi sína í dag.



Tillaga ÍBA er sú að gerður verði samningur við GA um byggingu viðbyggingar við félagsheimili félagsins og styður því þær hugmyndir sem fram koma í erindi GA til frístundaráðs dagsett 14. nóvember 2019. Þannig yrði kjallari Íþróttahallarinnar losaður fyrir starfsemi KFA og/eða bogfimideild Akurs.



Líkt og fram kemur í erindi GA þá sparast um 4,6 milljónir árlega vegna húsaleigu í Austursíðu 2 og mætti nýta þá fjármuni til uppbyggingar á félagssvæði GA.