Íþróttafélagið Þór - auglýsingar utan á Bogann

Málsnúmer 2019110211

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 67. fundur - 20.11.2019

Erindi dagssett 14. nóvember 2019 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á vesturgafl Bogans.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Anna Hildur vék af fundi við umræðu málsins.

Ráðið samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að útbúa reglur um auglýsingaskilti utan á íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar sem og um nafngiftir á íþróttamannvirkjum.

Frístundaráð frestar afgreiðslu erindis þar til reglurnar liggja fyrir.

Frístundaráð - 69. fundur - 18.12.2019

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á vesturgafl Bogans og auglýsingaskilti/borða á girðinguna sem afmarkar Þórssvæðið og snýr út að Skarðshlíð.

Málið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 20. nóvember sl. og var þá afgreiðslu frestað.

Í tölvupósti frá Reimari Helgasyni þann 17. desember er tilkynnt að aðalstjórn Þórs falli frá hugmyndum um nokkur auglýsingaskilti en leggi áherslu á að fá að setja upp einn LED auglýsingaskjá á vesturgafl Bogans.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Anna Hildur vék af fundi við umræðu málsins.


Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið en samkvæmt nýsamþykktum reglum þarf að sækja sérstaklega um leyfi til skipulagssviðs vegna auglýsinga á girðinguna og uppsetningu á LED skjá.