Hesjuvellir - umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2019100081

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Erindi dagsett 2. október 2019 þar sem Jóhannes Már Jóhannesson og Helga Björg Jónasdóttir fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, sækja um framkvæmdarleyfi til nytjaskógræktar á 20 hektara svæði í landi Hesjuvalla. Meðfylgjandi er skýringarmynd sem sýnir afmörkun svæðisins.
Framkvæmdin fellur undir lið 1.07 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Hún er tilkynningarskyld til leyfisveitanda, þ.e. Akureyrarbæjar, sem ákvarðar hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum áður en framkvæmdarleyfi verður veitt. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Akureyrarbær farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða er að skógrækt í landi Hesjuvalla sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.


Skipulagsráð hefur yfirfarið ósk um framkvæmdarleyfi, sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag, og samþykkir útgáfu þess.