Öldrunarheimili Akureyrar lögðu, í samstarfi við fræðslusvið, fjölskyldusvið og búsetusvið, inn umsókn til Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar vegna þátttöku í norrænu verkefni um fjarþjónustu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Verkefnið VOPD (Vård och omsorg på distans) felst í samstarfi og ráðgjöf frá sérfræðingum frá Norðurlöndunum og Norrænu velferðarmiðstöðinni (NVC) við að innleiða slíka þjónustu í starfsemi sveitarfélaga.
Samþætting og skipulag þjónustunnar fer alfarið fram í hug- og fjarskiptabúnaðinum Memaxi. Ráðgert er að innleiðingarverkefnið verði unnið á næstu 6-10 mánuðum í samstarfi við notendur og starfsfólk og með ráðgjöf frá erlendum og innlendum sérfræðingum á sviði nýsköpunar.