Erindi dagsett 26. júní frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar sambandsins frá 21. júní sl.:
"Stjórn sambandsins lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan fund um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvetur sveitarfélög til að samþykkja yfirlýsinguna sem fundurinn samþykkti og send verður öllum sveitarfélögum."
Erindinu fylgir yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og fundargerð stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.