Opinber innkaup - gildistaka lagaákvæða um útboð á vegum sveitarfélaga

Málsnúmer 2019040319

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3636. fundur - 02.05.2019

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. apríl 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á því að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31. maí 2019. Það þýðir að frá þeim tíma gilda viðmiðunarreglur laganna um útboðsskyldu sveitarfélaga. Hafi sveitarstjórn samþykkt innkaupareglur þarf að ganga úr skugga um að þær séu í samræmi við lögin, m.a. varðandi viðmiðunarfjárhæðir útboða.

Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við Ríkiskaup stendur fyrir námskeiði um opinber innkaup sveitarfélaga 6. maí nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.
Akureyrarbær hefur um árabil farið eftir reglum um viðmiðunarfjárhæðir við opinber innkaup og hefur þessi breyting því ekki áhrif á verklag bæjarins varðandi innkaup.
Fylgiskjöl:
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 09:30.