Umhverfismál, Akureyri í fararbroddi

Málsnúmer 2019030415

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 55. fundur - 08.05.2019

Bæjarráð hefur á fundi sínum 4. apríl vísað 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Akureyri er mjög framarlega meðal sveitarfélaga hvað varðar umhverfismál, við höfum góða og metnaðarfulla umhverfisstefnu. Ungmennaráð vill ganga úr skugga um að verið sé að fylgja stefnunni til fulls. Ef við ætlum að ná að verða kolefnishlutlaust samfélag verðum við að gera róttækar breytingar. Það þarf að auka fræðslu um umhverfismál í skólum, fyrirtækjum og fyrir íbúa. Draga þarf verulega úr notkun einkabílsins.

Tillögur:

Bæjarstjórn samþykki að koma upp hjólaleigum víðsvegar um bæinn. Fræðsla um umhverfismál verði aukin; í skólum, fyrir fyrirtæki og alla íbúa. Hugað verði að kolefnisfótspori matvæla og vöru sem sveitarfélagið kaupir. Hvernig gengur t.d. að gera Akureyrarbæ að plastpokalausu og kolefnishlutlausu sveitarfélagi?
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendingarnar og verður tekið tillit til þeirra við endurskoðun á Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.