Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna, dagsett 21. febrúar 2019, lagt fram til kynningar.
Stefnumótun í málefnum barna, endurskoðun á félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi stendur yfir í félagsmálaráðuneytinu. Á grundvelli samkomulags fimm ráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga var skipuð þverpólitísk þingmannanefnd í september 2018 sem falið var að ,,leggja til breytingar á lögum, reglugerðum eða á framkvæmd þjónustu, sem kunna að vera nauðsynlegar til að skapa heildarsýn í málefnum barna og þjónustu við þau."