Lagt fram til umsagnar erindi frá velferðarnefnd Alþingis dagsett 21. febrúar 2019 um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandendur.
Lagðar eru skyldur á leik- og grunnskóla, sbr. kafla IV og V þar sem leik-/grunnskólabörnum, sem eiga langveikt eða deyjandi foreldri eða missa foreldri, skal tryggður viðeigandi stuðningur og ráðgjöf innan leik-/grunnskólans í samvinnu við heilbrigðisstofnun þar sem foreldrið er til meðferðar eða sem hefur móttekið tilkynningu um andlát foreldris og foreldra eða aðra þá sem annast barnið. Í frumvarpinu er tillaga gerð um lagabreytingar á leikskóla- og grunnskólalögum vegna þess.