Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14 mars 2019:
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:
Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.
Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.
Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að veittur verði 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum til ársloka 2021 á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í 2. mgr. í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum, með vísan til brothættra byggða.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu bæjarráðs.