Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 6. mars 2019:
Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 6. febrúar. Þá var starfsmönnum falið að vinna kostnaðaráætlun og leggja fram lokadrög að reglum.
Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.
Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.