Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. febrúar 2019:
Lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 10. janúar 2019 varðandi undirbúning fyrir úthlutun lóða sem afmarkaðar eru í nýsamþykktu deiliskipulagi við Melgerðisás og Skarðshlíð.
Með vísun í viljayfirlýsingu Akureyrarbæjar og Búfesti frá 5. janúar 2018 leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að Búfesti fái til úthlutunar, án auglýsingar, lóðir undir parhús og fjögurra íbúða fjölbýli eins og þær eru afmarkaðar í deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar. Er slík úthlutun heimil sbr. ákvæði í gr. 2.4 í reglum um úthlutun lóða.
Varðandi fjölbýlishúsalóð fyrir 46-60 íbúðir þá leggur skipulagsráð til við bæjarráð að lóðin verði boðin út þar sem hæstbjóðandi fái lóðinni úthlutað.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að hún sé ekki sammála því að notuð verði útboðsaðferð við úthlutun fjölbýlishúsalóðarinnar.
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi 21. febrúar sl. og vísaði því þar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Geir Kristinn Aðalsteinsson, Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Geir Kristinn Aðalsteinsson (í annað sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir og Geir Kristinn Aðalsteinsson (í þriðja sinn).