Lagt fram bréf velferðarráðuneytisins dagsett 19. nóvember 2018 þar sem tilkynnt er að Öldrunarheimili Akureyrar hafi fengið heimild til að reka þrjú geðhjúkrunarrými.
Rýmin verði sveigjanleg og nýtt sem slík þegar þörfin er fyrir hendi en annars sem almenn hjúkrunarrými.
Vísað er í niðurstöður skýrslu samráðshóps frá árinu 2012 varðandi mat á ætlaðri þörf.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri sátu fundinn undir þessum lið og greindu nánar frá þeim breytingum sem þetta hefði í för með sér varðandi vinnulag og verkefni á ÖA.