Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - skipun fulltrúa í stjórn 2018 - 2022

Málsnúmer 2018100440

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 264. fundur - 01.11.2018

Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 15:58.
Þar sem öll ábyrgð og ákvarðanir vegna reksturs og starfsemi SN hefur flust til stjórnar MAk þá þarf að breyta hlutverki og grunngerð sjálfseignarstofnunarinnar SN. Breyta henni úr stofnun í félag með sterka tengingu við grasrót áhugafólks um sinfóníska tónlist og tónlistarfólks. Samkvæmt gildandi skipulagsskrá skipar stjórn Akureyrarstofu þrjá af fimm fulltrúum hljómsveitarráðs SN en tveir skulu koma úr hópi hljóðfæraleikara. Samkvæmt skipulagsskránni getur ráðið eitt gert breytingar á henni.

Í ljósi þeirra breytinga sem þarf að gera á skipulagsskrá SN óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því við núverandi hljómsveitarráð að það sitji áfram á meðan það vinnur tillögu að endurnýjaðri skipulagsskrá sem taki mið af breyttu skipulagi og hlutverki.



Breytingarnar feli m.a. í sér að hljómsveitarráð verður listráð. Hlutverk listráðsins verði fyrst og fremst að vera tónlistarstjóra SN til ráðgjafar í verkefnavali, að standa vörð um sögu og vörumerki SN, að skipa einn fulltrúa í stjórn MAk og vinna að því að koma á hollvinafélagi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.



Akureyrarstofa vinni með hljómsveitarráðinu og hljóðfæraleikurum SN að þessum breytingum.

Stjórn Akureyrarstofu - 308. fundur - 05.11.2020

Óskað er eftir að Akureyrarstofa skipi fulltrúa í Listráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands samkvæmt endurnýjaðri skipulagsskrá.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Friðrik Ómar Hjörleifsson í Listráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu - 309. fundur - 19.11.2020

Á síðasta fundi stjórnar var samþykkt að tilnefna Friðrik Ómar Hjörleifsson sem fulltrúa stjórnar Akureyrarstofu í Listráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands en þegar upp var staðið hafði hann ekki tækifæri til að þiggja þá tilefningu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Arnbjörgu Sigurðardóttur

í Listráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.