Á fundi skipulagsráðs 31. október sl. var tekið fyrir erindi frá Brekkuskóla varðandi gangbraut yfir Þingvallastræti við Sundlaug Akureyrar. Var málinu vísað til umsagnar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Eftir skoðun á málinu hefur verið ákveðið að fara í aðgerðir til að bæta sýnileika gangbrautarinnar m.a. með blikkljósum, skoða möguleikann á að gangbrautaverðir fái sérstök skilti auk þess sem gert er ráð fyrir að farið verði í átak í samráði við Akureyrarstofu þar sem vekja á athygli á umferðaröryggismálum.